sudurnes.net
Treystu sér ekki til að lenda á Keflavíkurflugvelli vegna veðurs - Gerðu fjórar tilraunir - Local Sudurnes
Flugstjórar flugvélar frá NIKI Luftfahrt, treystu sér ekki til að lenda vél flugfélagsins, sem var á leið frá Vín í Austurríki á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi. Að sögn farþega var reynt að lenda vélinni í fjórgang áður en henni var flogið til Glasgow í Skotlandi og þaðan aftur til Vínar. Farþegar vélarinnar eru nú staddir í London í Englandi þaðan sem þeir fljúga með Icelandair til Íslands síðar í dag. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi ISAVIA, segir við Vísi.is að flugstjórinn hafi metið aðstæður þannig að ekki væri hægt að lenda. Vél Icelandair var hins vegar, að sögn Guðna, lent á Keflavíkurflugvelli 20 mínútum áður. „Flugstjórinn tekur ákvörðun út frá aðstæðum. Það voru aðrar vélar sem lentu á svipuðum tíma en það var rigning og rok og þá verður skyggni verra,“ segir Guðni. Frekari upplýsingar hafi ISAVIA ekki um málið. Meira frá SuðurnesjumFlugliðar fluttir á HSS eftir neyðarlendingu vélar British AirwaysÞurftu að lenda á Keflavíkurflugvelli – Erlendur á leið frá London til Detroit veiktistVandræði í Flugstöð Leifs Eiríkssonar – Fjölmörg útköll lögregluFlugvél Icelandair lent heilu og höldnuSund- og körfuboltafólk strandaglópar í London – Hafa lagt í töluverðan kostnað úr eigin vasaKeflavíkurflugvöllur bestur í Evrópu – “Starfsfólkið kemur okkur í fremstu röð”Fljúga á KEF frá [...]