Nýjast á Local Suðurnes

Treystu sér ekki til að lenda á Keflavíkurflugvelli vegna veðurs – Gerðu fjórar tilraunir

Flugstjórar flugvélar frá NIKI Luftfahrt, treystu sér ekki til að lenda vél flugfélagsins, sem var á leið frá Vín í Austurríki á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi. Að sögn farþega var reynt að lenda vélinni í fjórgang áður en henni var flogið til Glasgow í Skotlandi og þaðan aftur til Vínar. Farþegar vélarinnar eru nú staddir í London í Englandi þaðan sem þeir fljúga með Icelandair til Íslands síðar í dag.

Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi ISAVIA, segir við Vísi.is að flugstjórinn hafi metið aðstæður þannig að ekki væri hægt að lenda. Vél Icelandair var hins vegar, að sögn Guðna, lent á Keflavíkurflugvelli 20 mínútum áður.

„Flugstjórinn tekur ákvörðun út frá aðstæðum. Það voru aðrar vélar sem lentu á svipuðum tíma en það var rigning og rok og þá verður skyggni verra,“ segir Guðni. Frekari upplýsingar hafi ISAVIA ekki um málið.