sudurnes.net
Torkennilegur hlutur reyndist vera flugskeytabúnaður - Local Sudurnes
Lögreglunni á Suðurnesjum barst í gær tilkynning um torkennilegan innan girðingar á haftasvæði Keflavíkurflugvallar, eins og greint var frá á vef sudurned.net. Um gamlan búnað er að ræða sem tengist flugskeytum, segir í tilkynningu lögreglu vegna málsins og hefur Landhelgisgæslan málið á sinni könnu. Engin hætta er á ferðum, segir jafnframt í tilkynningunni. Yfirmaður sprengjudeildar Landhelgisgæslunnar, staðfestir í samtali við fréttastofu RÚV, að um gamlan flugskeytabúnað hafi verið að ræða en svæðið sé gamall urðunarstaður fyrir flugvélar. Margtum fleiri flök af flugvélum séu á svæðinu. Flakið reyndist vera af orrustuþotu af gerðinni F89 Scorpion. Á þeim eru eldflaugar á vængjarendum og því var farið í að kanna hvort vélin hefði farist á svæðinu en ekkert virðist benda til þess. Meira frá SuðurnesjumFunda fyrir hádegi um stöðuna við ÞorbjörnLúmsk hálka á Suðurnesjum – Fimm umferðaróhöpp í morgunMetfjöldi fíkniefnamála í Leifsstöð – Þrettán í gæsluvarðhaldiLögregla stöðvaði starfsemi Airbnb heimagistingarFeðgin verða send úr landi á fimmtudag – Lögreglufylgd á flugvöllinnEndurvekur handboltafélag í Reykjanesbæ – “Ótrúlegt að það sé ekkert starfandi handknattleiksfélag hér”Flutningaflugvél rann út af akstursbrautLögregla og Brunavarnir æfa forgangsaksturEkki hættuleg efni sem losuð voru úr reykhreinsivirki United SiliconUndirbúa pöntun á rafmagnsofnum í allar stofnanir Reykjanesbæjar