sudurnes.net
Tónleikar til styrktar Guðmundi Atla í Hljómahöll - Local Sudurnes
Í desember síðastliðnum greindist hinn sjö ára gamli Guðmundur Atli með bráðahvítblæði, Guðmundur sem er nemandi í Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ býr hjá ömmu sinni og afa sem standa eins og klettar við hlið hans og gera allt til þess að reyna að stytta honum stundirnar á spítalanum. Nokkrir aðilar hafa tekið sig saman um að halda tónleika til styrktar Guðmundi. Viðburðurinn sem gengur undir nafninu “Hlýja, von og kærleikur” fer fram í Hljómahöll þann 6. febrúar næstkomandi. Guðmundur sem eyddi jólum og áramótum upp á barnaspítala hefur þrátt fyrir veikindin haldið í gleðina og brosið, enda einstaklega brosmildur og lífsglaður drengur, segir á Facebook-síðu sem sett hefur verið upp í tengslum við tónleikana. Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna var stofnað 1991 til að styðja við bakið á krabbameinsveikum börnum og fjölskyldum þeirra, bæði fjárhagslega og félagslega auk þess að berjast fyrir réttindum þeirra gagnvart hinu opinbera. Ákveðið hefur verið að halda tónleika til styrktar Guðmundi og Félagi krabbameinssjúkra barna, tengil á facebook-síðuna má finna hér. Hópur af frábærum tónlistarmönnum voru tilbúin að taka þátt og gefa vinnu sína. Fram koma: Páll Óskar Valdimar Guðmundsson Blaz Roca Herra Hnetusmjör María Ólafs Shades of Reykjavík Einnig koma bekkjarsystkini Guðmundar fram og Sesselja Ósk jólastjarna. Styrktaraðilar eru Kaffitá, Ölgerðin og Vífilfell Tónleikarnir verða haldnir í [...]