sudurnes.net
Tölvubúnaði fyrir 20 milljónir stolið - Lögregla leitar upplýsinga - Local Sudurnes
Tölvubúnaði að verðmæti um 20 milljónir króna var stolið úr húsnæði að Heiðartröð 554, Ásbrú í Reykjanesbæ aðfararnótt 6. desember sl. Í húsnæðinu var verið að setja upp gagnaver og var búnaðurinn til þess ætlaður. Um er að ræða 600 skjákort, 100 aflgjafa, 100 móðurborð, 100 minniskubba og 100 örgjörva og var þetta allt glænýtt. Sá eða þeir sem þarna voru að verki höfðu komist inn í gegnum lítið gat á norðurgafli hússins en fyrir það hafði verið fest spónaplata. Innbrotið átti sér stað á tímabilinu frá 20:00 að kvöldi þriðjudagsins 5. desember til kl. 09:10 að morgni miðvikudagsins 6. desember. Í byggingu að Heiðartröð 555 hafði einnig verið farið og þaðan einnig stolið nokkru af tölvubúnaði. Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar málið og biður þá sem kunna að búa yfir upplýsingum um það, að hafa samband í síma 4442200. Jafnframt að koma upplýsingum á framfæri sé verið að bjóða til sölu nýjan tölvubúnað samanber ofangreint. Meira frá SuðurnesjumMiklu magni lyfja stolið úr apóteki – Enn brotist inn í báta í NjarðvíkurhöfnHefja framkvæmdir við undirgöng – Hraða þarf öðrum framkvæmdum á ReykjanesbrautÁ annan tug milljóna til íþróttafélaga á SuðurnesjumRýmri tími fyrir GrindvíkingaNesfiskur og samstarfsaðilar kaupa Icelandic IbéricaPalla-ball og Voice stjarnan Ellert [...]