sudurnes.net
Töluvert um umferðaróhöpp - Gaf sig fram eftir að hafa ekið á tvær bifreiðar á Ásbrú - Local Sudurnes
Töluvert hefur verið um umferðarslys og –óhöpp í umdæmi lögreglunnar á undanförnum dögum. Piltur sem ók vespu yfir gangstíg á Faxabraut í fyrrakvöld varð fyrir því að vespan og bifreið sem ekið var eftir Faxabrautinni skullu saman. Annar piltur var farþegi á vespunni. Þeir voru fluttir undir læknis hendur en munu ekki hafa slasast alvarlega. Þá varð þriggja bifreiða árekstur nærri Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Ökumaður einnar bifreiðarinnar var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en reyndist ekki alvarlega slasaður. Loks var ekið á tvær mannlausar bifreiðir á Ásbrú. Sá sem það gerði gaf sig svo fram á lögreglustöð skömmu síðar. Meira frá SuðurnesjumUnnar Steinn skipaður verjandi Sævars CiesielskisLögregla lagði hald á kannabisklumpa og hakakrosstöflurGerði upp eldsneytisreikning í fylgd lögregluBæta rúmum 2.000 fermetrum við íþróttamannvirkiAfskriftakóngur stórgræðir á viðskiptum við KadecoGera athugasemdir við tillögur að nafni á sameinað sveitarfélag – “Kann að valda flækjustigi”Á þriðja tug stúlkna hefur kært áreitni á Facebook – Flestar búsettar í ReykjanesbæUndirbúa sig vegna hugsanlegrar náttúruvárGrindavík í annað sætið eftir jafntefli gegn FHBorgunarbikarinn: Grindavík og Víðir áfram – Keflavík úr leik