sudurnes.net
Tólf án atvinnuleyfa á fimm vinnustöðum - Local Sudurnes
Lögreglan á Suðurnesjum fór nýverið, ásamt fulltrúum frá Vinnumálastofnun, í eftirlit á nokkra vinnustaði í umdæminu til að athuga hvort skráningar starfsmanna væru með lögbundnum hætti. Eftirlitið er þáttur í aðgerðardögum Europol gegn vinnumansali. Farið var á fimm vinnustaði og á þremur þeirra reyndust vera samtals tólf starfsmenn sem ekki voru með atvinnuleyfi. Forráðamönnum viðkomandi fyrirtækja var gerð grein fyrir því að málum yrði fylgt eftir þar til að þau væru komin í lag. Lögregla og Vinnumálastofnun munu á næstu dögum heimsækja fleiri vinnustaði í umdæminu í sömu erindagjörðum. Þar á meðal verða veitingahús og skemmtistaðir. Meira frá SuðurnesjumSkemmdarvargar gjöreyðilögðu bifreið í ReykjanesbæVilja halda bótum og vinna svartFjölgun atvinnutækifæra kynnt í beinniNý skilti í FLE auðvelda farþegum að komast leiðar sinnarKortleggja dreifingu ferðamanna – Reykjanesið fær lökustu einkunnSkóla- og menningarmál verða í Sandgerði og fjármálin og stjórnsýslan í GarðiNettó opnar fyrstu lágvöruverðsverslun landsins á netinuSkipulagsbreytingar hjá skóla- og félagsþjónustu GrindvíkurbæjarÁsmundur vill að yfirmenn Símans skili illa fengnum hlutabréfum til bakaNeyðarástand í útgáfu vegabréfa – Ekki unnt að sinna hraðafgreiðslu