Nýjast á Local Suðurnes

Tók framúr lögreglu á ofsahraða

Mynd: Lögreglan á Suðurnesjum

Lög­regl­an á Suður­nesj­um svipti erlendan ökumann öku­rétt­ind­um til bráðabirgða eftir að hann hafði ekið á ofsahraða eftir Reykjanesbraut.

Lög­reglu­menn voru við um­ferðareft­ir­lit þegar bif­reið var ekið með ofsa­hraða á eft­ir lög­reglu­bif­reiðinni. Þegar sam­an dró töldu lög­reglu­menn að ökumaður bif­reiðar­inn­ar myndu aka aft­an á lög­reglu­bif­reiðina og skiptu því um ak­rein. Var bif­reiðinni þá ekið fram úr lög­reglu­bif­reiðinni og mæld­ist hún á 150 km hraða.

Auk öku­manns voru full­orðinn farþegi svo og 10 ára barn í bif­reiðinni. Öku­skír­teini ferðalangs­ins er í geymslu á lög­reglu­stöð þar til að hann fer úr landi. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni á Suður­nesj­um.