sudurnes.net
Tjónið vegna óveðursins einna mest á Reykjanesi - Local Sudurnes
Tjón vegna óveðusins sem gekk yfir landið á dögunum varð einna mest á Reykjanesi. Þetta kom fram í hádegisfréttum RÚV, en þar var stuðst við upplýsingar frá tryggingafélögunum. Í Reykjanesbæ olli veðrið miklu tjóni, meðal annars flettist malbik af Ægisgötu þegar sjóvarnargarður gaf sig á löngum kafla og gríðarstórir grjóthnullungar gengu á land. Gatan er nánast ónýt og segir Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs Reykjanesbæjar, að enn frekari skemmdir hafi komið í ljós á sjóvörnunum. Svonefndur Skessuhellir er stórskemmdur, sem og lýsing á göngustíg og stígurinn sjálfur. Málið er nú komið til Vegagerðarinnar og hefur Reykjanesbær óskað eftir fundi með þeim til að kostnaðarmeta viðgerðirnar, sem hlaupa á milljónum. Þá varð golfvöllurinn í Grindavík fyrir miklum skemmdum þegar grjót gekk langt inn á völlinn. Tjónið í Garði var einnig mikið, en þar flæddi sjór inn í kjallara einbýlishúss auk þess sem flæddi inn í nokkur fyrirtæki við höfnina. Meira frá SuðurnesjumFullur á færibandi þáði gistingu í fangaklefaFluttur alvarlega slasaður á Landspítalann eftir mótorhjólaslysNesfiskur skoðar verklag við notkun gasbyssu eftir útkall sérsveitar lögregluEngin alvarleg frávik eru skráð hjá Nesbúeggjum síðustu sex árBjóða út akstur almenningsvagna innan ReykjanesbæjarFinndu út hvar er best að búa á SuðurnesjumBlindaðist af sól og ók á kennslubifreiðSkorað [...]