sudurnes.net
Tjarnarsel opnar á miðvikudag - Smitaður starfsmaður lenti á gjörgæslu - Local Sudurnes
Sjö starfs­menn á leik­skólanum Tjarnar­seli í Reykjanesbæ eru smitaðir af COVID-19, af þeim var einn starfs­maður lagður inn á gjörgæslu en hefur verið útskrifaður og er núna á bata­vegi. Leik­skólinn opnar á ný þann 1. apríl næstkomandi. Leik­skólanum var lokað í síðustu viku. Fyrsta smit var staðfest föstudaginn 13. mars og var því ákveðið að opna ekki leikskólann á mánudeginum 16. mars. „Honum er lokað til 30. mars en við tókum á­kvörðun í gær, vegna þess að það komu upp þessi smit á heillri viku, að fram­lengja lokun til 1. apríl . Sem er mið­viku­dagurinn í næstu viku og hann verður sótt­hreinsaður hátt og lágt á mánu­dag,“ segir Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs í samtali við Fréttablaðið. Meira frá SuðurnesjumGrindavíkurbær lækkar hámarkshraða – Hraðakstur algengur á HópsbrautSkólabörn í bráðri hættu vegna hraðakstursIsavia kemur til móts við hópferðafyrirtækiVSFK lánar fyrir launumSundferðin dýrust í Grindavík – Frítt í sund fyrir íbúa SandgerðisbæjarSumaráætlun strætó hefur tekið gildiCourtyard hlýtur eftirsótt verðlaun annað árið í röðAðgerðaráætlun virkjuð í Suðurnesjabæ – Starfsfólki skipt í hópaÓska eftir áframhaldandi gæsluvarðhaldi – Ekki komin endanleg niðurstaða frá réttarmeinafræðingiLokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar 2. mars í Sandgerði