Nýjast á Local Suðurnes

Tími til að ferðast? – Erlendar ferðaskrifstofur með frábær tilboð

Veðrið hér landi hefur ekki alveg verið upp á sitt besta að undanförnu og töluverður kuldi er í kortunum næstu daga. Það gæti því verið rétti tíminn til að skoða úrval sólarlandaferða sem ferðaskrifstofurnar hafa uppá að bjóða, janúar/febrúar er nefnilega tíminn sem tilboðunum rignir inn á verealdarvefnum.

Það er á flestra vitorði að easyJet er eitt þeirra flugfélaga sem flýgur til og frá Íslandi á lágum fargjöldum, það eru hinsvegar færri sem vita að fyrirtækið rekur ferðaskrifstofu undir sama nafni sem selur pakkaferðir þar sem flogið er frá Gatwick flugvelli til nokkura landa.

Á vef easyJet Holidays er að finna mörg flott tilboð, til dæmis er ferð til Portúgal, þar sem gist er í fimm nætur fyrir litlar 13.800 ISK (74 GBP), innifalið í verðinu er flugið frá Gatwick. Þá bjóða easyJet Holidays upp á 5 stjörnu ferð til Kýpur, fyrir þá sem vilja aðeins meiri lúxus, gist er á Olympic Lagoon Resort og verðið er 118.000 ISK (637 GBP) með flugi sem telst mjög gott fyrir 5 stjörnu gistingu.

olympic

OlympicResort er fimm stjörnu hótel

Einn stærsti hótelbókunarvefur heims, Booking.com býður viðskiptavinum sínum upp á frábær tilboð, til að mynda er um þessar mundir verið að bjóða upp á allt að 60% afslátt af gistingu í London og allt að 40% afslátt á gistingu í Bandaríkjunum. Eins og þeir sem þekkja vefinn vita eflaust þarf aðeins að “gramsa” til að finna bestu verðin en efst í vinstra horninu á Booking.com er tilboðshnappur sem auðveldar leitina til muna.