Nýjast á Local Suðurnes

Tímamót í sögu Brunavarna Suðurnesja

Tímamót voru í sögu Brunavarna Suðurnesja á laugardag þegar starfsemin var flutt af Hringbraut yfir í nýtt húsnæði við Flugvelli.

Nýja húsnæðið er afar rúmgott, um 2250 fermetrar að stærð, buið 13 innkeyrsluhurðum og fer þar mun betur um starfsemi BS, segir í tilkynningu á Facebook-síðu stofnunarinnar. Gamla húsnæðið var um 830 fermetrar og með 6 innkeyrsluhurðum.

Formleg athöfn verður haldin þegar ástandið leyfir og húsið fullklárað, segir einnig í tilkynningunni.