sudurnes.net
Tillaga að nýju aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar er tilbúin - Local Sudurnes
Tillaga að nýju aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar ásamt umhverfisskýrslu fyrir Keflavíkurflugvöll er nú aðgengilegt áhttp://www.kefairport.is/Skipulagsmal/. Skipulagsgögnin verða einnig til sýnis á skrifstofu Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og hjá Skipulagsstofnun á Laugavegi 166 til og með 23. febrúar 2016. Við gildistöku á nýju aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar 2013-2030 mun eldra aðalskipulag Keflavíkurflugvallar 2005-2025, sem staðfest var 24. febrúar 2006 falla úr gildi. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta gefst kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Skriflegar athugasemdir og ábendingar skulu berast skipulagsfulltrúa Keflavíkurflugvallar, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, 235 Keflavíkurflugvelli eða sveinn.valdimarsson@isavia.is. Meira frá SuðurnesjumSöfnunarstaðir víðsvegar um bæinn á Stóra plokkdeginumSlæmt veður í kortunum – Flugi aflýst eða frestaðAuglýsa deiliskipulagstillögu vegna Hafnargötu 56 – Hús sem fyrir er á lóðinni verði varðveittLífshættulegur fíflaskapur á gossvæðinuKynna breytingar á aðalskipulagiHundruð barna í sóttkví – Svona virkar þetta!Varðar almannahagsmuni að breyta húsnæði við HafnargötuBæjaryfirvöld hafa gert ráð fyrir niðurrifi sundhallar frá árinu 2006Heimavellir koma til móts við leigjendurTekur að hvessa hressilega um hádegisbil – Akstursskilyrði geta orðið erfið