sudurnes.net
Tillaga að breyttu deiliskipulagi í Vogum vegna súrefnis- og köfnunarefnisverksmiðju - Local Sudurnes
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkti þann 16. desember 2015 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi, skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir iðnaðarsvæði við Vogabraut vegna áforma um byggingu súrefnis- og köfnunarefnisverksmiðju. Tillagan er sett fram á uppdrætti ásamt greinargerð og vísast til hennar um nánari upplýsingar. Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar frá og með mánudeginum 21. desember 2015 til og með mánudagsins 1. febrúar 2016. Tillagan er einnig aðgengileg á vef Sveitarfélagsins Voga, /Skipulag/Kynning_i_skipulagsmalum/ Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Skila skal skriflegum athugasemdum til skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar eða á netfangið skrifstofa@vogar.is eigi síðar en mánudaginn 1. febrúar 2016. Meira frá SuðurnesjumKynna breytingar á aðalskipulagiAuglýsa deiliskipulagstillögu vegna Hafnargötu 56 – Hús sem fyrir er á lóðinni verði varðveittLögregla herðir eftirlit vegna breytinga á sóttvarnaráðstöfunumGarður stendur vel fjárhagslegaLokað fyrir vatn og rafmagn á ýmsum stöðum í Reykjanesbæ í dagStakk Suðurnesjalögreglu af en náðist í HafnarfirðiFlugstöð í litum Hinsegin daga – Fögnum ástinni sem sigrar allt ๐Ÿ’œ๐Ÿ’™๐Ÿ’š๐Ÿ’›โค๏ธLangmest aukning gistinátta á hótelum á SuðurnesjumNý verðskrá fyrir hópbifreiðastæði við FLE – Isavia skylt að taka gjald fyrir veitta þjónustu25 [...]