Nýjast á Local Suðurnes

Til skoðunar að bjóða ókeypis námsgögn í Garði

Á síðasta fundi skólanefndar Sveitarfélagsins Garðs var lagt fram minnisblað frá formanni nefndarinnar þar sem lagt er til að skoðaður verði kostur þess að sveitarfélagið beri kostnað vegna skólagagna allra nemenda í Gerðaskóla og þeim kostnaði verði létt af fjölskyldum nemenda.

Málið var síðan tekið upp á fundi bæjarráðs sveitarfélagsins þann 29. júní síðastliðinn þar sem afgreiðsla nefndarinnar var samþykkt samhljóða og málið því tekið til skoðunar.