Nýjast á Local Suðurnes

Þyrluslys í miðri afplánun – FöstudagsÁrni hefur skoðun á því!

Mannsal, endurkoma gullkálfsins, refsing í háloftunum og tíkin Perla, er meðal þess sem tekið er fyrir í föstudagspistlinum þessa vikuna.

Það er ekki annað hægt en að hlæja af mistökum starfsmanns Sjóvár sem. Maður hafði samband við tryggingarfélagið til að ganga frá tryggingarmálum og tók fram að hann vildi tryggja Perlu Magnúsdótturr, unnustu sína. Nema hvað að starfsmaðurinn svaraði hvernig hundur er Perla og hversu hátt vildið þið líftryggja hana?“ Perla tók þessu með miklu jafnaðargeði og hefur þurft að sitja undir aulahúmor eins og að láta gelta á sig. Þetta kemur ekkert á óvart þar sem fólk er farið að skíra börnin sín algengum hundanöfnum og á móti kemur að hundar eru farnir að bera mannanöfn í miklu mæli. Enda eru vinir mannsins mun persónugerðari nú en áður var. Það þarf að tannbusta, fara með þá á námskeið og framvegis. Systir mín bjó eitt sumar á Mývatni ásamt dóttur sinni og tíkinni París. Hundasampóið var búið og því haldið í litla verslun í sveitinni til að kaupa sampó. Þær mæðgur fundu það ekki og því ákveðið að spyrja við afgreiðslukassann. Það brást í mikinn hlátur í búðinni og þær spurðar hvort þær væru úr borginni. Í sveitinn er skolað af hundunum mesti skíturinn með vatnslöngunni út á hlaði – var svarið sem þær fengu. Mæðgurnar skriðu út úr búðinni með skottið á milli lappana.

Árni Árna

Árni Árna

Það liggur fyrir að eitthvað þar að bæta löggjöfina hvað varðar rétt embættismanna til að grípa inn í rekstur líkt og viðgengst á Skólavörðustígnum. Hótel Adam svíkur og préttir túrista, leigir út sjoppuleg 20 herbergi en er með leyfi fyrir 9 herbergjum. Þá er þar stundað þrælahald. Embættismenn sitja hjá með hendur bundnar aðgerðalausir. Á meðan er hótelið galopið og selur kranavatn á flöskum, greiðir lágmarkslaun og brýtur lögin eins og engin sé morgundagurinn. Við eigum eftir að sjá fleiri svona mál poppa upp úr hattinum á næstunni, það er alltof lítið eftirlit með mannsali í landinu. Svo er fólk snúið niður út í búð ef það hnuplar smávægilegu eða lendir í smá misskilningi eins og nafni minn úr eyjum.

Hann er ekki af baki dottinn forsætisráðherrann, hryssan hans kastaði í vikunni. Nú er spurning hvert nafnið verði á folaldinu svo ekki verði misskilningur þegar hann tryggir kvikindið.

Það er ekki slæmt lífið á vernd fyrst að menn geta lent í þyrluslysi í miðri afplánun.Ólafur og félagar sluppu sem betur fer á lífi út úr hrakningunum en ekki hefur komið fram hvort þyrluflugmaðurinn var Ásdís Rán. Spurning hvort það verði þyrlupallur í nýja fangelsinu svo fangar geti nú búið við góða afþreyingu.

Týndi gullkálfurinn hefur snúið til baka og mætir yfirlýsingaglaður á svæðið. Sigmundur Davíð hefur tekið sæti á þingi eftir gott frí í geimnum með frúnni. Hann vill verða forsætisráðherra aftur eins og ekkert sé og ætlar ekki að víkja úr formannsstólnum. Ég sá fyrir mér að framsóknarmenn tækju sig saman í andlitinu og gerðu Lilju Alfreðsdóttur að formanni og leiðtoga flokksins. Þar er á fer bráðgreind glæsileg ung kona sem á heima í stjórnmálunum og myndi hífa framsókn upp úr skítnum.

Bankaútibúum hefur snarlega fækkað á síðustu árum og þá sérstaklega á landsbyggðinni, íbúum til mikils ama. Ég að vísu skil fækkunina þannig séð, enda stórhluti þjóðarinnar farin að nota heimabanka. Þó eru að sjálfsögðu einhverjir sem ennþá skröltast í bankann með reikningana um hver mánaðarmót og að sjálfsögðu önnur þjónusta sem skerðist líka. En nú er það svo að bankarnir eru farnir að loka líka hraðbönkum út á landi. Stöðvarfjörður og Eskifjörður eru nú án hraðbanka. Þá er staðan orðin slík að fámennari bæjarfélög eru án póst- og bankaþjónustu. Miðað við afkomuna hjá bönkunum að þá er ekkert verið að lepja dauðan úr skel og lágmarkið kasta upp hraðbönkum. Að vísu var Landsbankinn að loka líka hraðbankanum hérna í Grafarvogi, þeir vilja greinilega að við leggjum bara inn, en tökum ekkert út.

Forsetakosningarnar eru að ná nýjum hæðum. Elísabet Jökuls lét til að mynda dúkku svara fyrir sig nokkrum spurningum í beinni hjá Nova. Þar náði Elísabet að sýna sinn djúpstæða húmor, ég verð að viðurkenna að ég hef lúmst gaman af henni – verst að maður getur ekki sest niður og fengið sér hvítvín með þessari elsku. Nú Sturla mætti loksins í klippingu, hafði ekki gert það í áratugi. Þannig að kosningabaráttan er nú að hafa jákvæð áhrif á frambjóðendur.

Þóhildur Þorleifsdóttir leiksjóri og fyrrverandi þingmaður, lét Samfylkinguna heldur betur finna fyrir því í pistli á dögunum. Þórhildur er Samfylkingarkona, en hún fór yfir rót vandans sem flokkurinn glímir við um þessar mundir. Þar má helst nefna nýja stjórnarskrá og landsdóminn eftirminnilega. Hún ósker eftir sjálfskoðun flokksmanna og þá sér í ladi þingmanna. Þetta var góð grein hjá henni og ekki er hún sú eina úr röðum Samfylkingarinnar sem stigur fram og tjáir sig. Það liggur fyrir að það þarf víst að taka suma og skipta á þeim.

Tugir hælisleitenda hafa á árinu reynt að smygla sér um borð skipa Eimskipa. Síðast núna í vikunni reyndu 7 einstaklingar verknaðiinn. Samkvæmt upplýsingum er þarna á ferðinni oft sömu einstaklingarnir. Ég spyr er fólki haldið nauðugu á landinu? Við erum að senda úr landi fjölskyldur sem þrá að búa hérna á meðan við höldum uppi hælisleitendum sem vilja ekki vera hérna. Hvers vegna er þetta ekki skoðað betur? Það liggur fyrir að hælisleitendur kosta íslenskt samfélag miklar upphæðir og ef þeir vilja ekki vera hérna því ekki að senda fólk aftur til síns heima?

„Flutt ílla haldin í kvennaathvarfið:Neydd til að selja happdrættismiða fyrir heyrnaskerta.“ Nei þetta er ekki grínfyrirsögn hjá fréttastofu sannleikans. Þetta er blákaldur sannleikurinn. Rússnesk heyrnalaus kona er fórnarlamb fjáröflunar heyrnaskertra á Íslandi. Hvað er eigilega að gerast í samfélaginu okkar? Er það í tísku að níðast á fólki, hunsa mannréttindi og nýta sér bága stöðu einstaklinga? Hver hefði trúað því fyrir nokkrum árum að það ættu eftir að finnast konur í kjallara á Vík í þrældómi? Tala nú ekki um við að selja happdrættismiða fyrir öflugt félag eins og hér um ræðir. Ótrúlegt að sjá viðbjóðin sem leynist í okkar ástkæra landi, við hljótum sem flest að vera sammála um að hérna þarf að grípa inn og sýna fram á aðþetta er ekki liðið á Íslandi.

Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi tilkynnti í vikunni að hún yfirgefur borgarstjórn með haustinu. Ég verð að viðurkenna að ég mun ekkert sérstaklega sakna hennar þrátt fyrir að vera feministi, bara ekki öfga. Hún er stolt af störfum sínum og árangri sl. 10 ára. Það er misjafnt hvernig fólk túlkar árangur í frábærri borg eins og hún orðar það. Ég held nú bara að síðasti ársreikningur hafi valdið því að hún ákvað að skrá sig í nám erlendis. Ef Baltasar Kormákur væri fenginn til þess að koma rekstri borgarinnar á myndrænt form þá yrði það kolsvört hryllingsmynd bönnuð innan 16 ára.

Góða helgi