Nýjast á Local Suðurnes

Þyrlur Landhelgisgæslunnar kallaðar út þegar eldur kom upp í flugvél

Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út og fór önnur þeirra í loftið þegar eldur kom upp um borð í flugvél WizzAir fyrr í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landhelgisgæslunnar.

Mikill viðbúnaður var settur í gang þegar eldur kom upp í Airbus-þotu flugfélagsins Wizz Air nú á áttunda tímanum. 147 voru um borð í þotunni. Tilkynning um eldinn barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar klukkan hálfátta en þá var þotan skammt suður af Mýrdalsjökli.

Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út og fór önnur þeirra í loftið. Hæsta viðbúnaðarstigi var lýst yfir á Keflavíkurflugvelli, liðsauki frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sendur á vettvang og björgunarsveitir settar í viðbragðsstöðu. Þotan lenti heilu og höldnu á Keflavíkurflugvelli klukkan 19:51.