sudurnes.net
Þyrla kölluð til vegna slyss við gosstöðvarnar - Local Sudurnes
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna slyss við gosstöðvarnar í gærkvöldi. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslu segir að aðstæður á svæðinu hafi verið afar krefjandi. Slysið varð í brattri brekku á Langahrygg og slasast viðkomandi einstaklingur illa á fæti. Björgunarsveitir hafa undanfarna daga flutt sjö einstaklinga niður af fjallinu, segir á Facebook-síðu björgunarsveitarinnar Þorbjörns. Þar segir jafnframt að af þeim sökum hafi stór og vel útbúinn hópur frá sveitinni farið upp á Langahrygg og sett upp 120 metra langan spotta sem hægt er að styðja sig við. Slysið í gær varð eftir að spottinn var settur upp og á þeirri leið. Að setja upp spotta sem þennan er ekki alveg sú leið sem við hefðum kosið vegna covid19, segir í tilkynningunni, og vill björgunarsveitin minna fólk að ganga vel um svæðið, virða sóttvarnir og hvetja fólk til þess að setja spritt á hendur fyrir og eftir spottann. Myndir: Facebook / Sigurður Magnússon Meira frá SuðurnesjumU18 landsliðið í versta veðri sem gengið hefur yfir Makedóníu – „Ljós­in í höll­inni farin að blikka.“Lúmsk hálka á Reykjanesbraut – Tveir ekið á ljósastaur í dagFormaður bæjarráðs um kísilver: “Nú er nóg komið af þessari vitleysu”Náttúruljósmyndari komst í hann krappann í hellaferð – Myndband!Sinubruni við gosstöðvar [...]