sudurnes.net
Þrýsta á að tvöföldun Reykjanesbrautar verði kláruð - 5.000 skráð sig á Facebook - Local Sudurnes
Á nokkrum klukkustundum hafa um 5.000 manns hafa skráð sig í hóp á samfélágsmiðlinum Facebook, þar sem ætlunin er að þrýsta á að lokið verði við tvöföldun Reykjanesbrautar, frá Mjódd að Leifsstöð, sem fyrst. Hópurinn er settur á laggirnar í kjölfar banaslyss sem varð í gærmorgun við gatnamót Reykjanesbrautar og Hafnarvegar. Á Facebook-síðunni kemur fram að stefnt sé að því að boða til undirskriftarsöfnunar og halda borgarafund, þar sem meðal annars ráðherrar og þingmenn yrðu boðaðir. Slíkur fundur var haldinn fyrir rúmum 15 árum, ári síðar var fyrsti hluti tvöföldunar boðinn út. “Upp hefur komið sú hugmynd að boða til undirskriftarsöfnunnar og borgarafundar íbúa á Reykjanesi á nýjan leik, til að endurvekja þrýsting á tvöföldun Reykjanesbrautar. Á þeim fundi verða allir þingmenn Suðurkjördæmis boðaðir, Fjármálaráðherra og Innanríkisráðherra. Síðast þegar íbúar á Reykjanesi beittu þrýstingi þá söfnuðust rúmar 7.000 undirskriftir og það fyrir tíma Facebook. Við þurfum öll sem eitt að sameinast í því verkefni sem við stöndum frammi fyrir. Við sáum samtakamáttinn síðast og sannar það fyrir okkar að við getum haft áhrif ef við sameinumst öll í baráttunni.” Segir á Facebook-síðunni. Ekki á áætlun að ljúka tvöföldun brautarinnar næstu tvö árin Ekki verður lokið við að tvöfalda Reykjanesbraut milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns [...]