Nýjast á Local Suðurnes

Þrjú staðfest smit á Suðurnesjum

Þrjú staðfest kórómuveirusmit eru í Suðurnesjalæknisumdæmi, samkvæmt fundargerð neyðarstjórnar Reykjanesbæjar frá því í gær. Fimmtíu staðfest smit eru á landinu öllu.

Á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í gær voru boðaðar harðari aðgerðir og samkomureglur sem taka gildi á hádegi í dag, 31. júlí.

Samkomur miðast við hámark 100 manns. 2 metra reglan innleidd aftur og er nú skylda. Ef ekki er hægt að virða 2 metra er skylda að vera með grímur og hanska.

Vinnustaðir eru hvattir til að efla sóttvarnir, hafa nóg af spritti, hönskum og nota grímur.