sudurnes.net
Þrjátíu kærðir fyrir hraðakstur - Local Sudurnes
Þrjátíu ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Sá sem hraðast ók mældist á 148 km hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Þar var á ferðinni ökumaður sem ekki hafði náð 18 ára aldri og gerði lögregla aðstandendum viðkomandi viðvart um brotið. Annar ökumaður sem einnig var undir 18 ára aldri var einnig kærður fyrir hraðakstur. Þá mældust þrír ökumenn á 141 km hraða þar sem hámarkshraðinn er 90 km á klukkustund. Meira frá SuðurnesjumTekinn á 164 km hraða – Staðgreiddi rúmlega 100.000 króna sektÞrettán óku of hratt og tveir undir áhrifum fíkniefnaGreiddi tæpar 190 þúsund krónur í sekt á brautinniÁtján ára á allt of miklum hraða17 ára ökumaður á mældist á 159 km. hraðaPiltur tekinn tvívegis réttindalaus á bifhjóliTekinn á brautinni og sektaður um 97.500 krónurLögreglan með klippurnar á loftiTíu teknir fyrir að aka of hratt – Pyngjan léttist verulega hjá einum ökumanniÁ von á 130 þúsund króna sekt eftir hraðakstur