Nýjast á Local Suðurnes

Þrír skólar á Suðurnesjum hlutu styrk úr Sprotasjóði

Leikskólinn Akur, Stóru-Vogaskóli og Fjölbrautarskóli Suðurnesja hlutu styrk úr Sprotasjóði mennta- og menningarmálaráðuneytisins fyrir skólaárið 2016-2017. Alls bárust 129 umsóknir til sjóðsins og var heildarupphæð umsókna rúmar 300 milljónir króna. Veittir voru styrkir til 38 verkefna að upphæð rúmlega 60 milljónir króna.

Leikskólinn Akur fékk 650.000 króna styrk vegna verkefnisins Fjölmenningarstarf Akurs, Stóru-Vogaskóli fékk 800.000 króna styrk vegna verkefnisins Trú á eigin námsgetu hjá nemendum af erlendum uppruna og Fjölbrautarskóli Suðurnesja fékk 200.000 króna styrk vegna verkefnisins Safnaheimsóknir.

Sprotasjóður er sameiginlegur fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla og er hlutverk hans að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi.