Nýjast á Local Suðurnes

Þrír handteknir vegna líkamsárásar í heimahúsi í Reykjanesbæ

Lögreglan á Suðurnesjum handtók þrjá menn vegna líkamsárásar í heimahúsi við Hafnargötu í Reykjanesbæ um helgina. Einn þremenningana var jafnframt fluttur á sjúkrahús með áverka en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er hann ekki alvarlega slasaður.

Lögreglan á Suðurnesjum var kölluð til að kvöldi 8. júlí síðastliðins vegna manns sem var á Hafnargötu í Reykjanesbæ með áverka eftir líkamsárás. Að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns í Reykjanesbæ reyndist maðurinn vera með áverka í andliti og víðar og var fluttur undir læknishendur en reyndist ekki alvarlega slasaður.

Tveir ætlaðir árásarmenn voru handteknir í húsi þar nærri og eftir að rætt hafði verið frekar við þá var svo brotaþolinn handtekinn vegna gruns um að hafa hótað mönnunum með hnífi.

Mennirnir gistu fangageymslur en var sleppt eftir yfirheyrslu.