sudurnes.net
Þrír fluttir á slysadeild eftir fjögurra bíla árekstur - Local Sudurnes
Fjög­urra bíla árekst­ur varð á einbreiðum kafla Reykja­nes­brautar í grennd við álverið í Straumsvík um klukkan hálf átta­ í morg­un og gengur umferð afar hægt um svæðið, sérstaklega í átt til höfuðborgarinnar. Ekk­ert er vitað um til­drög slyss­ins en þrír voru flutt­ir slasaðir á slysa­deild. Ekki er vitað hversu marg­ir voru í bíl­un­um fjór­um. Lög­regla vinnur nú að því að hleypa um­ferð í gegn um ein­stefnu. Í til­kynn­ingu frá Vega­gerðinni seg­ir að um­ferð gangi hægt um svæðið til vest­urs og er henni því beint um Krýsu­vík­ur­veg, Suður­strand­ar­veg og Grinda­vík­ur­veg. Meira frá SuðurnesjumFöstudagsÁrni á fimmtudegi: Stóra lopapeysumálið og forsetakosningarAlvarlegt umferðarslys á ReykjanesbrautReykjanesbraut lokuð við Straumsvík vegna umferðarslyss – Þrír fluttir á slysadeildBílvelta á Reykjanesbraut – Ekki alvarleg meiðsl á fólkiKettir komu íbúum til bjargar í bruna á ÁsbrúGífurlegt eftirlit og “óstjórnleg paranoja” á ÁsbrúFlutningabíll valt við Fitjar40 leituðu tveggja villtraTveir duttu í stiga og einn fékk hjólabretti í höfuðiðEndurskipulagning hjá Bláa lóninu – Framkvæmdastjóranum sagt upp störfum