Nýjast á Local Suðurnes

Þrír af hverjum tíu farþegum sem fara um FLE koma ekki inn í landið

Þrír af hverjum tíu farþegum sem eiga leið um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fara aðeins á milli flugvéla en koma ekki inn í landið. Tæplega fimm milljónir farþega flugu til og frá Keflavíkurflugvelli á síðasta ári og fjölgaði þeim um ríflega fjórðung frá árinu 2014. Flestir voru á ferðinni í júlí eða um 663 þúsund samkvæmt tölum frá Isavia og birtar eru á vef túrista.is.

Farþegar sem aðeins millilentu hér á landi á leið sinni milli N-Ameríku og Evrópu voru 1.464.878 talsins eða 30,2 prósent af heildinni. Til samanburðar er vægi þessa farþegahóps 22,5% á Kaupmannahafnarflugvelli, stærstu flughöfn Norðurlanda.