Nýjast á Local Suðurnes

Þrír af hverjum fimm ferðamönnum heimsækja Reykjanesið

Nærri þrír af hverjum fimm ferðamönnum heimsóttu Reykjanes á síðasta ári, samkvæmt skýrslu Ferðamálastofu með úrvinnslu og samantekt á upplifun og ferðahegðun erlendra ferðamanna fyrir árið 2018. Gistinætur voru að jafnaði 0,8 talsins á Reykjanesi en það er lægsta hlutfall landsins en landsmeðaltal er 1,7 nótt. Hæst var hlutfallið á Norðurlandi og í höfuðborginni eða 2,5 nætur.

Langflestir heimsóttu höfuðborgarsvæðið árið 2018 eða ríflega níu af hverjum tíu svarendum. Þrír fjórðu heimsóttu Suðurlandið og nærri þrír af hverjum fimm Reykjanesið.

Dreifing ferðamanna um Reykjanes er eftirfarandi:

• 58% Bláa lónið

• 44% Reykjanesbær

• 23% Grindavík

• 23% Gunnuhver

• 11% Krísuvík