sudurnes.net
Þrír af fimm efstu hjá Pírötum búa í Reykjavík - Sjáðu fimm efstu á öllum listum! - Local Sudurnes
Kosningar til alþingis fara fram þann 29. október næstkomandi og munu 11 flokkar bjóða fram í Suðurkjördæmi að þessu sinni. Hér fyrir neðan má sjá fimm efstu frambjóðendur allra lista sem bjóða fram í kjördæminu. Suðurkjördæmi er það fjórða stærsta á landinu, með tæplega 35.000 kjósendur, kjördæmið er einnig það víðfermasta, en það nær frá sveitarfélaginu Hornafirði til sveitarfélagsins Garðs á Reykjanesi. Athygli vekur að fjöldi frambjóðenda sem skipa fimm efstu sæti flokkana að þessu sinni heldur ekki lögeimili í sveitarfélögum í kjördæminu, til að mynda eru þrír af fimm efstu hjá Pírötum skráðir til heimilis í Reykjavík og tveir af fimm frambjóðendum Dögunar eru skráðir til heimilis utan kjördæmisins. Hjá fimm af þessum ellefu flokkum skipar fólk sem ekki er skráð til heimilis í kjördæminu efstu sætin. A-listi Bjartrar framtíðar Páll Valur Björnsson, Grindavík Þórunn Pétursdóttir, Reykjavík Lovísa Hafsteinsdóttir, Reykjanesbæ Jasmina Crnac, Reykjanesbæ Eyrún Björg Magnúsdóttir, Selfossi B-listi Framsóknarflokks Sigurður Ingi Jóhannsson, Hrunamannahreppi Silja Dögg Gunnarsdóttir, Reykjanesbæ Ásgerður K. Gylfadóttir, Hornafirði Einar Freyr Elínarson, Mýrdal Sæbjörg M. Erlingsdóttir, Grindavík C-listi Viðreisnar Jóna Sólveig Elínardóttir, Reykjavík Jóhannes Albert Kristbjörnsson, Reykjanesbæ Ingunn Guðmundsdóttir,Selfossi Gunnar Þórarinsson, Reykjanesbæ Kristín María Birgisdóttir, Grindavík D-listi Sjálfstæðisflokks Páll Magnússon, Vestmannaeyjum Ásmundur Friðriksson, Garði Vilhjálmur Árnason, Grindavík Unnur Brá [...]