Nýjast á Local Suðurnes

Þrigga tíma seinkun á flugi í morgun vegna veikinda og yfirvinnubanns

Um tuttugu ferðum, frá Keflavíkurflugvelli, var seinkað í meira en hálftíma í morgun, vegna yfirvinnubanns og veikinda flugumferðarstjóra. Þar af eru að minnsta kosti fimm vélar sem áttu að halda af stað fyrir átta í morgun en bíða þess enn að fá leyfi til flugtaks.

Þetta kemur fram á Vísi.is, en þar er rætt við Guðna Sigurðsson, upplýsingafulltrúa Isavia.

„Vegna veikinda í flugstjórnarmiðstöðinni þar sem aðfluginu að Keflavíkurflugvelli er stýrt eru átta mínútur á milli flughreyfinga.“

Þá greinir vefmiðillinn frá því að margir farþegar hafi þurft að bíða í tvo tíma á flugbrautinni eftir því að vél þeirra fái að takast á loft.  Þar er meðal annars um að ræða vél á leiðinni til London Heathrow, sem átti að leggja af stað frá Íslandi klukkan 7.40 í morgun, en var enn á  flugbrautinni um klukkan tíu.