sudurnes.net
Þrengt í eina akrein á Reykjanesbraut vegna malbikunar - Local Sudurnes
Á morg­un, þriðju­dag­inn 30.maí, er stefnt á að fræsa og mal­bika Reykja­nes­braut á milli Hvassa­hrauns og af­leggj­ara við Vatns­leysu­strand­ar­veg í suðvest­ur átt. Þrengt verður í eina ak­rein og viðeig­andi merk­ing­ar og hjá­leiðir sett­ar upp. Áætlað er að fram­kvæmd­irn­ar standi frá kl. 06:00 til kl. 19:00. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni, en þar eru veg­far­end­ur beðnir um að virða merk­ing­ar og hraðatak­mark­an­ir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við við vinnu mjög ná­lægt ak­braut­um. Meira frá SuðurnesjumMikill áhugi á Græna iðngarðinum í HelguvíkHluta Garðskagavegar lokað vegna framkvæmdaBreytingar á Heilsugæsluvakt HSS um helgarFræsa og malbika: Tafir á umferð á Njarðarbraut og Reykjanesbraut á miðvikudagAlþjóðleg handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur SindraLoka fyrir umferð um Reykjanesbraut – Langar hjáleiðir í boðiLítið um breytingar á HSS þrátt fyrir tilslakanirHægt að bóka tíma og komast hraðar í gegnum öryggisleit á KEFReykjanesbraut lokuð að hluta í kvöld og nóttMalbika á fullu við Leiruna á fimmtudag