sudurnes.net
Þorsteinn hættir sem framkvæmdastjóri Knattspyrnudeildar Keflavíkur - Local Sudurnes
Þorsteinn Magnússon framkvæmdastjóri Knattspyrnudeildar Keflavíkur hefur ákveðið að láta af störfum eftir 8 ára starf sem framkvæmdastjóri og formaður deildarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá deildinni. Þorsteinn var kjörin formaður knattspyrnudeildar 14. febrúar 2008 og hefur starfað óslitið fyrir knattspyrnudeildina síðan. Fram til ársins 2008 tók Þorsteinn einnig þátt í starfi félagsins með ýmsum hætti og fékk nýverið 15 ára gullmerki fyrir stjórnarsetu í knattspyrnudeildinni. Þorsteinn og Knattspyrnudeild Keflavíkur hafa náð samkomulagi um starfslok Þorsteins og mun hann vera knattspyrnudeildinni innan handar þar til nýr framkvæmdastjóri tekur til starfa og aðstoða viðkomandi við að kynna sér starfsemi deildarinnar.Segir í tilkynningunni Meira frá SuðurnesjumFíkniefnaleitarhundurinn Clarissa situr ekki auðum loppumÁ þriðja tug hafa kært – Tók mynd­ir í óleyfi af Face­book-síðum ungra stúlknaMiklu magni lyfja stolið úr apóteki – Enn brotist inn í báta í NjarðvíkurhöfnGrunnskólanemar kynntu sér fjölbreytt störfSara náði ekki að tryggja sig á heimsleikanaÍbúaþing um nýja menntastefnu – Íbúar hvattir til að mæta og taka þátt í umræðumAuka öryggisgæslu á Ásbrú vegna hælisleitenda – “Hefur ekkert með Reykjanesbæ að gera”Fínt veður næstu dagaTeknir í fíkniefnaviðskiptum – Vildu fá peninginn til baka frá lögregluFékk viðurkenningu frá Reykjanesbæ og fálkaorðuna sama daginn