sudurnes.net
Þorsteinn hættir hjá Grindavíkurbæ - Ráðinn sveitarstjóri Skútustaðahrepps - Local Sudurnes
Þorsteinn Gunnarsson hefur verið ráðinn sveitarstjóri Skútustaðahrepps, hann lætur því af störfum hjá Grindavíkurbæ, eftir 9 ára starf, fyrst sem upplýsinga- og þróunarfulltrúi og svo sem sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs. Þá starfaði Þorsteinn um árabil í fjölmiðlum, m.a. á Stöð 2. Hann er með meistarapróf í verkefnisstjórnun (MPM) og diplóma og í opinberri stjórnsýslu og lærði fjölmiðlafræði í Svíþjóð á sínum tíma. Þetta kemur fram á vef 641.is, en þar segir einnig að alls hafi borist 23 umsóknir um starfið. Ráðningin var gerð í samstarfi við Capacent sem hafði umsjón með úrvinnslu umsókna. Meira frá SuðurnesjumNauðsynlega vantar að bæta samgöngurKeflavík – Stjarnan: Breyttur leiktímiKeflavíkurflugvöllur skilar Isavia um 70% af tekjum samstæðunnarSigmar Ingi þjálfar markverði KeflvíkingaHnefaleikafélag Reykjaness 15 ára – Fagna tímamótunum með boxkvöldi á LjósanóttSorpeyðingarstöð Suðurnesja kannar möguleika á sameiningu við SorpuBjarni og Hólmar taka við NjarðvíkKristinn nýr mannauðsstjóri ReykjanesbæjarSetja upp frisbígolfvöll við AragerðiKeflavíkurstúlkur ætla sér stóra hluti í 1. deildinni