Nýjast á Local Suðurnes

Þórdís Ósk stjórnar Súlunni

Þórdís Ósk Helgadóttir hefur verið ráðin í starf forstöðumanns Súlunnar; verkefnastofu menningar-, atvinnu- og markaðsmála Reykjanesbæjar.

Þórdís er með háskólagráðu í innanhúshönnun, viðskipta- og markaðsfræðum og meistaragráðu í verkefnastjórnun frá HÍ.  Hún hefur marktæka reynslu af verkefnastjórnun eftir margvísleg störf hjá Syrusson hönnunarhúsi, ferðaþjónustu hjá Nordic Visitor auk verkefna sem hún hefur unnið sjálfstætt sem verktaki. Í störfum sínum hjá Syrusson öðlaðist Þórdís einnig reynslu af samstarfi við sjálfstætt starfandi hönnuði og frumkvöðla sem unnið hafa að nýsköpun og verið þátttakendur í sýningarhaldi Syrusson meðal annars í tengslum við HönnunarMars í Reykjavík.

Þórdís Ósk mun hefja störf nú á haustmánuðum