sudurnes.net
Þórarinn Steinsson skrifar: Hvað með börnin? - Local Sudurnes
Frá því að ég flutti heim frá Noregi fyrir 2 árum hef ég tuðað og skammast yfir hinu og þessu sem ég tel að betur mætti fara í bænum okkar. Það virðist vera alveg sama hvað ég skammast heima við þá gerist ekkert. Þegar mér bauðst að fara á lista hjá VG og óháðum þurfti ég ekki að hugsa mig um tvisvar. Nú væri tíminn kominn þar sem að ég gæti farið að hafa einhver áhrif á samfélagið mitt. En hvað er það helsta sem ég vil sjá betur fara? Það eru nokkuð mörg atriði sem ég hef sterka skoðun á en eitt af því er velferð barnanna okkar. Fyrst ber að nefna almenningssamgöngurnar. Það að strætó gangi ekki um helgar finnst mér ekki vera í lagi. Það er hellingur af fólki sem hefur ekki aðgengi að bíl og því mörg börn sem sitja föst heima um helgar. Þeir sem hafa bíl þurfa endalaust að skutla börnunum svo þau geti stundað sínar íþróttir eða félagsstarfsemi. Strætó þarf einnig að ganga lengur á kvöldin svo að unglingarnir okkar eigi sem bestann kost á því að sinna félagslífinu. Svo ég haldi áfram að tala um börnin okkar þá er sjálfsagður réttur hvers [...]