sudurnes.net
Þökkuðu ánægjulegt samstarf á síðasta fundinum - Local Sudurnes
Fráfarandi bæjarfulltrúar tóku til máls á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar í gær, en um var að ræða síðasta fund fráfarandi bæjarstjórnar. Fyrstur kom í pontu Jóhann Friðrik Friðriksson Framsóknarflokki sem sat eitt kjörtímabil og situr nú á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn. Síðan kom Anna Sigríður Jóhannesdóttir Sjálfstæðisflokki og á eftir henni kom Styrmir Gauti Fjeldsted Samfylkingu sem bæði sátu eitt kjörtímabil. Gunnar Þórarinsson var næstur í pontu með sitt kveðjuávarp. Hann hefur setið í bæjarstjórn frá 2010, fyrst fyrir Sjálfstæðisflokk og síðustu tvö kjörtímabil fyrir Frjálst afl. Þá var komið að Baldri Þ. Guðmundssyni Sjálfstæðisflokki sem einnig hefur setið í bæjarstjórn frá 2010. Að lokum tók til máls Guðbrandur Einarsson frá Beinni leið. Hann kom fyrst inn í bæjarstjórn 1998 sem varamaður en hefur síðan setið sem aðalmaður fjögur kjörtímabil. Hann situr nú á Alþingi fyrir Viðreisn. Þökkuðu þau ánægjulegt og gott samstarf bæjarfulltrúa. Sömuleiðis þökkuðu þau bæjarstjóra Kjartani Má Kjartanssyni og öllu starfsfólki Reykjanesbæjar fyrir góða samvinnu á kjörtímabilinu. Forseti Guðbrandur Einarsson minntist Magneu Guðmundsdóttur bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Ásbjörns Jónssonar bæjarlögmanns sem létust langt um aldur fram. Að lokum þakkaði forseti Guðbrandur Einarsson starfsmönnum, bæjarfulltrúum og öðrum nefndarmönnum fyrir vel unnin störf á kjörtímabilinu. Meira frá SuðurnesjumCourtyard hlýtur eftirsótt verðlaun annað [...]