sudurnes.net
Þjónustufulltrúi gafst upp á röflinu í FöstudagsÁrna - Local Sudurnes
Föstudagspistillinn var í fríi í síðustu viku og kemur því víða við síðustu tvær vikurnar, fjölbreyttur, beittur og skemmtilegur. Heilbrigð samkeppni í gangi hjá Hótel keflavík – Neytendastofa hefur sektað hótelið þar sem starfsmaður þess hefur dundað sér við það að drulla yfir Flughótelið sem er helsti samkeppnisaðilinn í bænum. Það er greinilega ekki nóg að skarta 5 stjörnum fyrir Hótel keflavík. Ég skil ekki svona vinnubrögð, nú eru bæði hótelin rótgróin fyrirtæki, en núna veit ég allavega fyrir víst hvort þeirra ég myndi velja eða mæla með, þessi hegðun er vægast sagt barnaleg – hvað næst? Kasta eggjum í Flughótel? Árni Árna Þrátt fyrir háan aldur nota ég heimabanka og get vart sagt að ég hafi farið í banka mjög lengi. Ég kalla það að fara með reikningana um hver mánaðarmót í banka og standa í röð hálfgerð bréfdúfuviðskipti – gamalt fyrirbæri sem notað var á öldum áður. En ég átti erindi í banka á dögunum til að fjárfesta í gjafabréfi. Ég skellti mér í Arion banka þar sem Landsbankinn er ekki með útibú í Grafarvogi. Eftir langa bið var númerið mitt kallað upp. Gjaldkerinn gerði mér grein fyrir því að það kostar tæpar 600 krónur að fá svona [...]