sudurnes.net
Þjófar á ferð á Suðurnesjum um helgina - Tekinn með stolna viftu á veitingahúsi - Local Sudurnes
Karlmaður sem lagði leið sína á bókasafnið í Keflavík um helgina stal þaðan viftu sem á vegi hans varð. Lögreglan á Suðurnesjum hafði skömmu síðar upp á honum á veitingahúsi í umdæminu. Í fórum hans fannst viftan og einnig fartölva sem grunur lék á að hann hefði fengið með ólögmætum hætti. Maðurinn gaf afar ósennilegar skýringar á því hvernig hann hefði eignast þessa muni og lögregla komst fljótlega að því að hvoru tveggja væri stolið. Viftunni og tölvunni var komið í réttar hendur. Þá barst lögreglunni tilkynning um þjófnað á humri úr frystigámi í umdæminu. Hengilás hafði verið klipptur sundur til að komast inn í gáminn. Ekki er ljóst hversu miklu magni var stolið en lögreglan rannsakar málið. Meira frá SuðurnesjumNokkrar minniháttar breytingar þegar vetraráætlun tekur gildiLoka á afgreiðslu skólamáltíða vegna ógreiddra reikningaSigmenn á leið ofan í sprungunaMiklu magni lyfja stolið úr apóteki – Enn brotist inn í báta í NjarðvíkurhöfnStöðvaður á leið til Grænlands með 700 grömm af hassiStöðvuðu verulega ölvaðan ökumann með þrjú lítil börn í bílnumReykjanesbær færir eignir í húsnæðissjálfseignarfélag – Stefnt á að bæta við íbúðum í haustAðsent: Gerum þetta samanHögni Egilsson með tónleika í Hljómahöll í kvöldFermingar án altarisgöngu og snertinga í Njarðvík