Nýjast á Local Suðurnes

Þingmenn Suðurkjördæmis fá á þriðja tug milljóna í endurgreiðslu vegna aksturs

Þingmenn Suðurkjördæmis fengu 22.245.102 króna í endurgreiðslu frá Alþingi vegna aksturs árið 2016, en um er að ræða langmestu endurgreiðslu allara kjördæma. Þingmenn Norðaust­urkjördæmis komu næstir með tæplega 6 milljónir í endurgreiðslu. Þingmenn annara kjördæma fengu mun minna endurgreitt.

Þetta kemur fram í svari forseta Alþingis við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um ferðakostnað alþingismanna, en ekki voru gefnar upp tölur er varða einstaka þingmenn þar sem almennt hafa ekki verið veittar persónugreinanlegar upplýsingar um þessar endurgreiðslur með hliðsjón af 9. gr. upplýsingalaga.