Nýjast á Local Suðurnes

Þingmenn og ráðherrar ánægðir eftir fund með Stopp-Hingað og ekki lengra! hópnum

Mynd: Facebook - Ásmundur Friðriksson

Í gærkvöldi fór fram fundur Framkvæmdahóps Stopp-Hingað og ekki lengra!-hópsins með flestum þingmönnum og ráðherrum Suðurkjördæmis. Fundargestir voru ánægðir með fundinn og hafa verið duglegir við að deila skoðunum sínum á Facebook-síðum sínum.

Allir virðast vera sammála um að bregðast þurfi við gjörbreyttum aðstæðum í umferðarmálum svæðisins og eru tilbúnir að leggjast á eitt svo bæta megi úr í málaflokknum sem allra fyrst.

“Hópurinn hefur staðið vel að sínum málum og kynnt sér stöðu umferðamála á Suðurnesjum.
Þau boðuðu þingmenn kjördæmisins á fund og kynntu fyrir okkur stöðu mála á afar góðan hátt.
Góðar umræður fóru fram á fundinum og ljóst að samstaða er um málið og við þingmenn komið mörgum góðum málum í gegn með samstöðu.
Èg hlakka til að við skilum þessu mikilvæga verkefni í höfn.” Sagði Ásmundur Friðriksson meðal annars í færslu á Facebook.

Þá var Ragnheiður Elín Árnadóttir ekki síður ánægð.