Nýjast á Local Suðurnes

Þingmenn hafa ekki fyrir því að svara bæjarstjóra – “Efndirnar láta á sér standa”

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar - Mynd: Skjáskot RÚV

Einn Stjórnarþingmaður og tveir þingmenn stjórnarandstöðu höfðu fyrir því að svara erindi Kjartans Más Kjartanssonar, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, varðandi þá stöðu sem upp er komin vegna gríðarlegrar fjölgunar íbúa í sveitarfélaginu.

Bæjarstjórinn hefur að undanförnu ítrekað bent á þá staðreynd að fjárveitingar ríkisins til sinna stofnanna á svæðinu héldu engan veginn í þá miklu íbúajölgun sem verið hefur og er enn í gangi, en sveitarfélagið er orðið það fjórða stærsta á landinu og það lang stærsta í Suðurkjördæmi.

Kynning: Eggjandi. Beint heim að dyrum!

Að sögn Kjartans Más er mikið ósamræmi í fjárveitingum ríkisins til sinna stofnanna eftir landsvæðum. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Lögreglan, Fjölbrautaskólinn o.s.frv. sitja ekki við sama borð og systurstofnanir þeirra annars staðar á landinu þegar t.d. mælikvarðinn “fjárveiting pr. íbúa” er settur á myndina, segir Kjartan í pistli sem hann ritaði á Facebook og finna má hér fyrir neðan.