Nýjast á Local Suðurnes

Þetta reddast – Ástandið í þjóðfélaginu kallar á föstudagspistil á miðvikudegi

Kæru íslendingar

vegna ástandsins i þjoðfélaginu hef ég verið kallaður aftur til borgarinnar, fyrr en áætlað var, eftir 6 vikna leyfi suður með sjó. Og vegna ástandsins er ekki stætt að bíða eftir einhverjum föstudegi, vikan er alltof löng og átakasöm til þess. Nú er kastað til og birtur miðvikudagspistill, enda málefnin of heit til að bíða.

Árni Árna

Árni Árna

Ég vil taka það fram að þeir sem mótmæla og staðhæfa að þjóðin sé buin að fá nóg, að þjóðin krefjist kosninga þá er það ekki i mínu nafni. Ég styð auðvitað lýðræðislegan rétt til friðsamlegra mótmæla, en tali hver fyrir sig. Það er pirrandi að hlusta á misjafnlega málgefið fólk tjá sig fyrir hönd þjóðarinnar. Ég skil gremjuna og vil lika Sigmund út og vil ekki Sigurð inn.

Þessi mótmæli eru runnin undan rifjum vinstri manna líkt og búsáhaldabyltingin á sínum tíma. Þar höfðu mótmælendur aðstöðu á skrifstofu VG. Af hverju eru mótmæli ekki viðhöfð þegar vinstri stjórnir sitja við völd? Jú frjálslynt fólk tekst á um málefnin og keppa þar um sína sigra, sigra sem þeir unnu sjálfir fyrir.

Nú hafa forystumenn VG. Samfylkingarinnar. Bjartrar framtíðar og Pírata heldur betur nytt sér fjöldan á Austurvelli – það ber að hlusta á vilja þjóðarinnar, segja þeir. Ég er glaður að allt er til á upptökum. Það er gott til þess að vita að næst þegar þessir flokkar komast til valda þarf einvörðungu 10 þúsund manns á Austurvöll til að koma þeim frá völdum – þar að segja ef hægri menn vilji yfir höfuð beita almenningi sem vopni til að ná völdum i hvert skipti sem gefur á bátinn.

Einn reiður hringdi inn í útvarpið og sagði að Bjarni Benediktsson væri vanhæfur, enda hefði hann fengið þvílikar greiðslur frá félagi erlendis. Útvarpsmaðurinn var greinilega kominn með nóg af þvælunni og benti honum á að Bjarni hafði millifært fjármagn til að fjárfesta í fasteign, hætt við og eina greiðslan til baka var millifærsla á sama fjármagni til baka. Mótmælandinn var gapandi hissa og viðurkenndi að hafa ekki vitað þetta. Samt sá hann sig knúnan til að hringja inn og úthúða fólki.

Hvort skaðar okkur meira skattaskjól eða pólitískur óstöðugleiki sem sem ógnar lífskjörum landsmanna? Óstöðugleiki sem myndast af mótmælum sem þessum. Eru allir búnir að gleyma ástandinu á verðbólgu, vöxtum og kaupmætti sem þjakaði fjölskyldur eftir hrun?

Árni Pál iðar í skinninu, vill auðvitað þingkosningar strax – ekki vegna hagsmuna þjóðarinnar, nei núna vill hann keyra á hvernig náðist að brjóta niður spillingu og siðleysi í landinu. Hann vill leiða Samfylkinguna i gegnum kosningar í von um að kjósendurnir verði fleiri en 9% sem styðja flokkinn. Þá getur er erifitt að fella hann í formannsslagnum í júní. Eigin hagsmunir, hvað finnst þér? Svo stóð þessi ágæti maður í sjónvarpsviðtali og sagði að Framsóknarflokkurinn ætti ekkert tilkall í forsætisráðuneytið með laskaðan formann og lítið fylgi í skoðunarkönnunum – þar með útilokaði hann sjálfan sig í beinni útsendingu.

Pabbi Sigmundar Davíðs fór á kostum í viðtali við vísi þennan örlagaríka dag í íslenskri stjórnmálasögu. Sagði son sinn hressan heima að chilla með frúnni. Þá setti hann út á útlit Óttars Proppe. Ef Óttar vill lita á sér hárið þá gerir hann það bara – mér finnst Óttar óttalegt krútt bara eins og hann er. Þetta viðtal sýnir hvaðan Sigmundur fær hrokann en pabbi hans vildi meina að þetta væri ekki alþýðan að mótmæla, hún væri að sinna vinnu sinni og eyddi frítímanum með fjölskyldunni. Þrátt fyrir að ég sé ekki mikið fyrir þessi mótmæli og þau ekki gerð í mínu umboði þá er þetta fólk auðvitað hluti af alþýðu þessa lands. en bara brot af henni.

Sigmundur hefur logið að þjóðinni það er sannað og auðvitað er erfitt fyrir samflokksfélaga hans að viðurkenna það. Hann var aftur uppvís að lygum með því að ljúga upp á sjálfan forsetann. Hélt hann að hægt væri að flækja Ólaf Ragnar Grímsson inn í leikfléttu til að reyna að kúga Bjarna Ben? Þarna sjáum við að þessi maður á ekki heima í stjórnmálum. Ólafur bjargaði þjóðinni eina ferðina enn. Við sjáum að það er ekki hægt að kjósa skrautfjörður á Bessastaði – við stöndum frammi fyrir því að sá sem kjörinn er á Bessastaði þarf að vera vel að sér í pólitík. Ólafur hefur sýnt það og sannað að forseti Íslands hefur mikil völd og getur með gjörðum sínum haft veruleg áhrif á velferð landsmanna.

Ég nam stjórnmálafræði og hef virkilega gaman af pólitík og hef því verið límdur fyrir framan sjónvarpið. Þrátt fyrir alvarlega atburðarrás er ekki annað hægt að flissa af fjölmiðlafólkinu okkar. Þau eiga að sjálfsögðu þakkir fyrir að ekkert hefur farið framhjá okkur enda allt tuggið ofan í okkur mörgum sinnum. En Íslenskir fjölmiðlar eru að öllu jöfnu ekki vanir svona hamagang og að vera í beinni útsendingu í atburðarrás þar sem ekkert er hægt að undirbúa. Margir hverjir vissu ekkert að þeir væru í beinni og skipuðu tökumönnum fyrir, töluðu eftir útsendingu og stóðu upp í stúdeóinu. Hamagangur og stressið var held ég bara á köflum meira en í hópi þingmanna. En það bara gerði þetta skemmtilegra, þetta var allavega skemmtilegra en grín-innslögin í undankeppni Eurovision á dögunum.

Það liggur fyrir að það er mikið undir í þessum pólitísku átökum og mikilvægt að þjóðin andi að sér og gefi stjórnmálamönnum svigrúm til að vinna úr stöðunni. Stór mikilvæg mál bíða úrlausna. En miðað við framkomu Sigmundar Davíðs í þessu ferli, lýgur að þjóð sinni og upp á forsetann og ætlar svo að leysa niður um sig kúkableygjuna og smeygja henni á Sigurð Inga, er skilaboð um að vandinn sé smávægilegur. Að Framsóknarflokkurinn telji sig ennþá í stöðu til að leiða ríkisstjórnarsamstarfið er auðvitað galið. Á hvaða gleðitöflum er þingflokkurinn eigilega? Bjarni Ben þarf að skeina þeim eins og smákrakka, taka forsætisráðuneytið og Guðlaugur Þór fer í fjármálaráðuneytið – þeir eru hæfastir til að klára kjörtímabilið með stöðugleika að leiðarljósi með hag landsmanna að leiðarljósi.

Munið svo að anda djúpt að ykkur – þetta reddast