Nýjast á Local Suðurnes

Þéna vel í Of Monster And Men – Raða sér í efstu sæti tekjulista listamanna

Brynj­ar Leifs­son, Ragn­ar Þór­halls­son og Nanna Bryn­dís Hilm­ars­dótt­ir, í hljóm­sveit­inni Of Mon­sters and Men, eru öll í efstu fimm sæt­un­um yfir tekju­hæstu lista­menn lands­ins.

Brynj­ar hefur þénað mest af hljómsveitarmeðlimum, 1,771 millj­ón­ir króna á  mánuði og er í öðru sæti á listanum yfir listamenn, samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar. Í þriðja sæti á listanum er Ragn­ar með 1,737 millj­ón­ir á mánuði. Nanna er svo í fimmta sæti listans, rétt fyrir neðan leikstjórann góðkunna Baltasar Kormák, með tekjur upp á 1,712 millj­ón­ir á mánuði.

Það er ljóst að gríðarleg vinna liggur að baki þessum tekjum, en hljómsveitin hefur verið á tónleikaferðalögum um allan heim nær ellefu mánuði á ári undanfarin ár.

Í tekju­blaði Frjálsr­ar versl­un­ar er tekið fram að um út­vars­skyld­ar tekj­ur á ár­inu 2015 sé að ræða og þurfa þær ekki að end­ur­spegla föst laun viðkom­andi.