Nýjast á Local Suðurnes

Þekktur fyrirlesari með ókeypis foreldranámskeið

Foreldrafélög grunnskóla í Reykjanesbæ bjóða upp á ókeypis foreldranámskeið í sal Akademíunnar kl 19:30.

FFGÍR býður foreldrum barna og unglinga á foreldranámskeiðið “Efldu barnið þitt” með Bjarna Fritzsyni sem haldið verður þann 15. jan. klukkan 19:30.

Á námskeiðinu verður lögð áhersla á kennslu í gegnum fyrirlestra og verkefnavinnu.
Markmiðið með námskeiðinu er að kynna fyrir foreldrum ýmsar leiðir til að hafa í að efla börnin sín.

Meðal þess sem farið verður yfir er:

*Hvernig við eflum börnin okkar með því að vera besta útgáfan af okkur sjálfum.
*Hvernig við styrkjum sjálfsmynd barnanna okkar?
*Hvernig getum við hjálpað börnunum okkar að ná betri árangri, öðlast meira sjálfstraust og tekist á við mótlæti?
*Hvernig getur núvitund eflt börnin okkar?
Staðsetning: Fimleika akademían, á móti Reykjaneshöllinni
Dagsetning: Miðvikudagurinn 15. janúar 2020
Tími: Námskeiðið fer fram milli kl 19.30-21.00

Í tilkynningu segir að allir foreldrar Reykjanesbæjar séu velkomnir en foreldrar barna á miðstigi eru sérstaklega velkomnir.

Hafa má í huga að mæta tímalega þar sem takmarkaður sætafjöldi er í húsinu. Fyrstir koma fyrstir fá