sudurnes.net
Þeim fjölgar mikið sem fá greiddan framfærslustyrk - Local Sudurnes
Þeim einstaklingum sem fá greiddan framfærslustyrk frá Reykjanesbæ hefur fjölgað mikið það sem af er ári sé miðað við árið á undan. Þetta kemur fram í fundargerð Velferðarráðs sveitarfélagsins. Í janúar 2020 fékk 121 einstaklingur greiddan framfærslustyrk frá Reykjanesbæ, alls voru greiddar kr. 15.631.698. Í sama mánuði 2019 fengu 63 einstaklingar greiddan framfærslustyrk. Í febrúar 2020 fengu 120 einstaklingar greiddan framfærslustyrk frá Reykjanesbæ, alls voru greiddar kr. 16.598.172. Í sama mánuði 2019 fengu 79 einstaklingar greiddan framfærslustyrk. Í mars 2020 fengu 123 einstaklingar greiddan framfærslustyrk frá Reykjanesbæ, alls voru greiddar kr. 16.903.579. Í sama mánuði 2019 fengu 90 einstaklingar greiddan framfærslustyrk. Meira frá SuðurnesjumErlendur undir áhrifum áfengis á of miklum hraða – Fær 150.000 króna sektSviptur ökuréttindum eftir glæfraakstur á ReykjanesbrautNíu kærðir fyrir hraðakstur og einn fyrir ölvunaraksturNítján teknir á of miklum hraðaRúmar 90 milljónir í Sóknaráætlun 2020Fimm teknir fyrir of hraðan akstur – Einn á rúmlega tvöföldum hámarkshraðaHandtekinn með fíkniefni falin í sígarettupakkaErlendur á fleygiferð – Mikið um hraðakstur á brautinni130 milljónir í aðkeypta ráðgjöf vegna viðræðna við kröfuhafaÖkumaður stöðvaður fyrir fjölda umferðarlagabrota