Nýjast á Local Suðurnes

Þeim fækkar sem þiggja fjárhagsaðstoð frá Reykjanesbæ

Þeim einstaklingum sem þáðu fjárhagsaðstoð frá Reykjanesbæ í janúar og febrúar fækkaði töluvert, sé miðað við tölur frá sama tímabili á síðasta ári, þetta kemur fram í tölum sem lagðar voru fyrir á fundi Velferðarráðs Reykjanesbæjar.

Í janúar 2016 var greitt til framfærslu kr. 12.960.157,- Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 116. Árið 2015 var í sama mánuði greitt kr. 19.710.118,- til framfærslu. Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 182.

Í febrúar 2016 var greitt til framfærslu kr. 14.705.026,- Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 128. Árið 2015 var í sama mánuði greitt kr. 18.854.075 til framfærslu. Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 183.

Þá kom einnig fram á fundinum að útgjöld vegna húsleigubóta hafi lækkað á milli ára.

Í janúar 2016 var greitt kr. 27.506.221,- í húsaleigubætur. Árið 2015 var greitt í sama mánuði kr. 31.230.417,- í húsaleigubætur.

Í febrúar 2016 var greitt kr. 30.383.838,- í húsaleigubætur. Árið 2015 var greitt í sama mánuði kr. 33.604.709,- í húsaleigubætur.