Nýjast á Local Suðurnes

Þakklátir bæjarfulltrúar á síðasta fundi bæjarstjórnar

Mikið þakklæti einkenndi síðasta bæjarstjórnarfund fyrrum bæjarfulltrúa í Reykjanesbæ, en fjölmargir bæjarfulltrúar eru nú hættir störfum. Margir tóku til máls og röktu feril sinn auk þess að þakka vel unnin störf undanfarin ár.

Fyrstir tóku til máls þeir Ísak Ernir Kristinsson er þakkaði samstarfsfólki fyrir ánægjulegt samstarf á kjörtímabilinu og Árni Sigfússon er fór yfir starfsemi bæjarins síðustu sextán árin og þakkaði samstarfsfólki fyrir ánægjulegt samstarf. Þá tóku til máls Gunnar Þórarinsson og Kristinn Þór Jakobsson og þökkuðu samstarfsfólki fyrir ánægjulegt samstarf á síðustu tveimur kjörtímabilum. Þá tók til máls Böðvar Jónsson er fór yfir störf sín í bæjarstjórn Reykjanesbæjar og þær breytingar sem hafa átt hafa sér stað á bæjarfélaginu á þeim tíma sem hann sat í bæjarstjórn. Böðvar þakkaði ánægjulegt samstarf bæjarfulltrúa og starfsmanna. Þá tók til máls Elín Rós Bjarnadóttir sem fór yfir upplifun sína í bæjarstjórn og þakkaði samstarfsfólki samstarfið. Til máls tók Friðjón Einarsson og þakkaði samstarfið.
Að lokum þakkaði forseti Guðbrandur Einarsson starfsmönnum, bæjarfulltrúum og öðrum nefndarmönnum fyrir vel unnin störf á kjörtímabilinu.