sudurnes.net
"Þakklæti efst í huga þessi jólin" - Feðgarnir Ragnar og Adam njóta jólanna í Noregi - Local Sudurnes
Ragnar Vilhelmsen Hafsteinsson stóð, eins og flestum ætti að vera kunnugt, í ströngu fyrr á árinu þegar sonur hans, Adam, skilaði sér ekki til baka eftir dvöl hjá móður sinni í Slóvakíu. Ragnar leitaði að lokum aðstoðar erlendra sérfræðinga við að sækja drenginn og færa til Noregs þar sem þeir feðgar búa um þessar mundir. Töluvert var ritað um málið í fjölmiðlum á sínum tíma og er forsaga þess sú að Ragnar og barnsmóðir hans slitu samvistum árið 2012 og þar sem ekki náðist samkomulag um umgegni fór málið fyrir dóm. Var það niðurstaða dómsins að Ragnar færi með fulla forsjá drengsins enda myndi það henta hagsmunum barnsins best. Adam líkar lífið í Noregi og hefur aðlagst vel Feðgarnir njóta nú hátíðanna í Noregi og sagði Ragnar í samtali við Local Suðurnes lífið í Noregi ganga vonum framar. “Eftir langa og erfiða forræðisdeilu fluttum við feðgarnir til Noregs þar sem við hófum nýtt líf saman og hefur það gengið vonum framar.” Sagði Ragnar. Og hann bætti við: “Þetta nýja líf var næstum tekið frá okkur í október síðastliðnum og við tók vægast sagt ævintýraleg atburðarás þar öllu var fórnað í að verja þetta nýja líf okkar sem og að tryggja áframhaldandi samveru okkar feðga.” Aðspurður segir Ragnar að þeim feðgum gangi [...]