sudurnes.net
Það sýður á stuðningsmönnum Keflvíkinga eftir 1-7 tap gegn Víkingum - Local Sudurnes
Koma þeirra Farid Zato og “Chuc” Chijindu virðist ekki hafa haft mikil áhrif á Keflavíkurliðið sem mætti Víkingum í Víkinni í kvöld, þó Chuck hafi átt ágætis spretti í upphafi leiks og verið nálægt því að skora. 1-7 tap gegn liði tveimur sætum ofar er óásættanlegt og óhætt er að segja að það sjóði á stuðningsmönnum liðsins eftir þessa útreið, nokkrir harðir stuðningsmenn liðsins sem Local Suðurnes hefur rætt við eru allt annað en sáttir við gang mála. Leikur liðsins í kvöld var þó akki alslæmur, liðið skapaði sér færi en Thomas Nielsen markvörður Vikinga átti fínan dag í markinu og varði meðal annars vel í tvígang frá Sindra Snæ Magnússyni í fyrri hálfleik eftir að Víkingar höfðu náð forystunni á 25. mínútu. Staðan versnaði svo undir lok hálfleiksins þegar Unnar Már Unnarsson setti knöttinn í eigið mark þegar hann reyndi að hreinsa frá fyrirgjöf Víkinga. 2-0 í hálfleik var ekki sanngjarnt en nokkuð ljóst að Keflvíkingar áttu erfiðan síðari fyrir höndum. Sennilega versti 20 mínútna kafli sögunnar Og sú varð raunin, þrátt fyrir Magnús Þórir Mattíasson næði að minnka muninn í 2-1 eftir um 10 mínútna leik. Skömmu eftir mark Magnúsar kom sennilega einn versti 20 mínútna kafli frá upphafi Pepsí-deildarinnar en [...]