Nýjast á Local Suðurnes

Það er tvennt sem pirrar EurovisionÁrna við framlag Íslands

Föstudagspistillinn er að flýta sér þessa vikuna og því birtur á fimmtudegi. Ég er að fara í aðgerð og leggst inn á sjúkrahús og verð frá facebook og samskiptamiðlum næstu daga. Vona að þið fyrirgefið mér að kasta þessu inn degi á undan áætlun.

Alveg frábær þessi niðurskurður í borginni og svo er hann líka svo umhverfisvænn. Já núna dælir borgin skolpinu beint í Vesturbæjarlaug til að spara heita vatnið. Ljómandi hressir KR-ingar syndandi innan kúkinn sem þeir kasta af sér í búningsklefunum rétt áður en þeir stinga sér til sunds.

Árni Árna

Árni Árna

Sú er raunin að ef þú hefur fengið þér í glas í góðra vina hópi þá áttu ekki rétt á neyðarþjónustu, ef marka má raunarsögu sem vakti athygli í vikunni. Konan datt í hálku og rotaðist – hún hringdi í 112 en þar var spurt hvort hún væri búin að drekka, konan játaði því og var því látin liggja í snjóskafli klukkustundum saman. Það var nágranni hennar sem fann konuna en þá var hitastig líkamans komið niður í 20 gráður. Ég spyr, ef maður er drukkinn og slasast, hvert á maður þá að hringja? Who you gonna call ? Gostbusters ! Ég óska engum að missa vinnuna en viðkomandi sem tók við þessu símtali er ekki starfi sínu vaxinn.

Íslendingar völdu framlag okkar í Eurovision þetta árið um síðustu helgi. Ég er bara sáttur við framlagið og veit að Gréta verður landinu til sóma á svíðinu í Svíþjóð í vor. EN það er tvennt sem pirrar mig við atriðið hennar, grafíkin í atriðinu er svo stolið frá svíanum sæta Máns sem sigraði keppnina í fyrra. Þá er dansin ansi líkur sænsku Loreen sem sigraði 2012. En ég að sjálfsögðu stend ég með mínu fólki, en tókuð þið eftir því á Sandra Kim mætti bara með Sandgerðisrótina ? Er hún bara ljúf alþýðukona sem kaupir hárlitin út í matvörubúð? Lokakvöldið var samt vel heppnað og RÚV fær prik fyrir góða skemmtun.

Það eru ekki góðar fréttir fyrir okkur hommana að það megi ekki grípa í klof nema eiga það á hættu að greiða fyrir það hundrað þúsund. Að vísu förum við hommarnir mýkri höndum um djásnin en ballgestur á Akranesi sem reif svo harkalega í að úr varð bólgur og mar og þarf, samkvæmt dómi að greiða dyraverðinum sárabætur. Ég vona að dyravörðurinn sé ekki skrækur eftir atvikið.

Eitt er það starf sem ég gæti ekki sinnt og það er að vera upplýsingafulltrúi hjá Stætó eða vera í þeim hópi sem tekur á móti kvörtunum þar á bæ. Það er nánast í hverri viku sem eitthvað atvik ratar í fjölmiðla, get þá ímyndað mér öll hin skiptin. Einhver krakkinn var með kókdós í strætó og bílstjórinn snögghemlaði með þeim afleiðingum að börn og unglingar í vagninum snéru öll heim útlítandi eins og eftir boxæfingu. Er ekki spurning að setja bílstjórana á geðpillur og sjá hvort þjónustustígið lagist ekki. Vinur minn sem býr í Hlíðunum var að taka strætó snemma á sunnudagsmorgni til að komast í vinnu og stóð einn í skýlinu þegar strætó bar að, nema hvað að bílstjórinn sá ekki ástæðu að stoppa bara fyrir einum farþega og hélt sína leið. Þegar vinur minn hringdi inn var fátt um svör og honum bara bent á bíða eftir næsta. Hann varð að taka taxa í vinnuna með tilheyrandi kostnaði. Er ekki tímabært að stokka eitthvað upp í þessu og kannski koma á svona í leiðinni kerfi og ferðum sem nýtast fleirum og bæta samgöngur í borginni.

Einelti er ólíðandi það vitum við öll þrátt fyrir að einelti sé algengt fyrirbæri í samskiptum fullorðina, enda einhversstaðar læra börnin þessa hegðun. Óttar Guðmundsson blandaði sér í frægast eineltismálið Bubbi vs Þórunn á dögunum. Þar tók hann upp hanskan fyrir Bubba og að sjálfsögðu kætti það ekki Tótu. Ég spyr er það rétta leiðin að takast á um meint einelti í fjölmiðlum? Er ekki spurning að þessir einstaklingar hittist ekki yfir kaffibolla og leysi málið friðsamlega? Ég hvet þau til að haga sér eins og fullorðið fólk og ræða saman þetta er grútleiðilegt drama í fjölmiðlum.

To be or to be… já píratar eru ósáttir við að Birgitta Jóns sé ávallt titluð kapteinn flokksins en það er í stefnu flokksins að engin sé leiðtogi hans eða formaður. Hvernig á það að ganga upp að vera með höfuðlaus her? Hver tekur að sér að fara inn í ríkisstjórnarviðræður eftir kosningar? Píratar eru í innanflokksdeilum um málið og Birgitta er orðin sár og svekkt yfir því hvernig flokksfélagar tala til hennar. Þetta gæti orðið spennandi, núna þegar fylgið mælist sem raun ber vitni liggja á hliðarlínunni liðið sem vill komast á þing og sjá sæng sína útbreidda. Einhver verða átökin þegar raðað verður á lista og má alveg búast við látum, fýlu og jafnvel klofningi ef ekki er rétt að þessu staðið, EN hvernig á þessi flokkur að virka ef engin leiðir hópinn?

Góða helgi