Nýjast á Local Suðurnes

Telur að eitrað hafi verið fyrir ketti í Innri-Njarðvík

Íbúi í Innri Njarðvík telur að rekja megi dauða kattar til eitrunar. Frá þessu er greint í lokuðum hópi Íbúa Innri-Njarðvíkur á Facebook, en vefmiðillinn DV fylgdi málinu eftir.

Í umfjöllun DV kemur fram að Aníta Ósk Guðbjargardóttir hafi missti köttinn sinn, Pjakk, um helgina vegna veikinda sem hún telur mega rekja til eitrunar.

Aníta varð vör við veikindi Pjakks í fyrradag og lýsir einkennum hans með eftirfarandi hætti:

„Hann ældi galli, fyrst kom rauðleit æla/gall. Hann var farinn að slefa, missa þvag, andaði hratt og undarlega. Hann borðaði ekkert og drakk ekkert. Ég notaði sprautu til að gefa honum hrísgrjónasoð til að koma einhverju ofan í hann. Þegar hann hélt því niðri þá hélt ég að hann væri að lagast. Hann lagðist á alls konar staði út um allt hús og var mikið nálægt okkur í gær. Honum leið mjög illa, mjálmaði, ældi og var smá heitir og kaldur. Sást greinilega að honum leið illa og hann var slappur. „

Aníta telur líklegt að hann hafi komist í eitruð matvæli og biður íbúa á svæðinu að gæta katta sinna.  Pjakkir verður krufinn til að komast að dánarorsök, en í samtali við DV sagði Aníta að hún telji það líklegast að hann hafi komist í eitruð matvæli þar sem Pjakkur var ekki vanur að borða hvað sem er.