sudurnes.net
Telja ógerlegt að fá menntað fólk til starfa á einkareknum ungbarnaleikskólum - Local Sudurnes
Samtök dagforeldra á Suðurnesjum mótmæla því harðlega að gerður verði þjónustusamningur vegna einkarekinna ungbarnaleikskóla í Reykjanesbæ. Þetta kemur fram í bréfi sem samtökin sendu á Fræðsluráð sveitarfélagsins og tekið var fyrir á fundi þess á dögunum. Samtökin telja að ógerlegt sé fyrir einkarekna ungbarnaleikskóla að manna stöður með menntuðum leikskólakennurum, nema þeir verði “sóttir” af leikskólum í sveitarfélaginu. Samtökin telja einnig að mögulegt sé að bæta samstarf dagforeldra og leikskólanna með ýmsum hætti, til að mynda varðandi undirbúning barna fyrir leikskólagöngu og að sveitarfélagið styrki dagforeldra til kaupa á aðföngum. Þá segir í bréfinu að könnun hafi verið gerð á meðal dagforeldra um hvort þeir myndu skoða þann möguleika að starfa á einkareknum ungabarnaleikskólum á svæðinu. Allir aðspurðir svöruðu því neitandi. Meira frá SuðurnesjumBúist við jákvæðri niðurstöðu í SuðurnesjabæAfmælisveislan verður styrktarkvöld fyrir Heiðu HannesarDráttur á milljarðaframkvæmdum Bandaríkjahers á KeflavíkurflugvelliBílastæðaþjónustur nota malarvegi og þjónustusvæði við Reykjanesbraut sem geymsluplássDræm þátttaka í skuldabréfaútboði leigurisa – Stefna að reglulegum arðgreiðslumLandshlutasamtök sveitarfélaga skora á ráðherra og alþingismennSegja allri starfsemi þar sem hreinlæti skiptir sköpum sjálfhættDráttur á endurnýjun flugskýla fyrir kafbátaleitarvélarErfitt að umbuna lögreglu vel unnin störf – Hátt hlutfall yfirmanna á SuðurnesjumÁtján kennarar hafa sagt upp störfum í Reykjanesbæ